Menu
Karfa 0

Blogg

Aukahlutasett fyrir Plushjól

Höfundur: Magnus Havardarson Skráð

Skiptu um útlit á Einarsson hjólinu þínu með aukahlutasetti í öðrum lit. Settin virka með öllum Plushjólum af árgerð 2014 og nýrri. Hvert sett inniheldur samlitan spóluhnapp, bremsuhnapp og bremsuhnappsró. Settin fást blá, rauð og orange. Ef þú hefur áhuga á aukasetti þá vinsamlega sendu póst á sales@einarsson.com og láttu okkur vita um serial númer á hjólinu sem partarnir eiga að notast með.

Lesa meira →

„Slæmur dagur í veiði er betri en besti dagurinn í vinnunni“

Höfundur: Pálmi Gunnarsson Skráð

Það er stutt í sögunördinn í mér og fljótlega eftir að ég fór að veiða með flugu komst ég að því að fluguveiði á sér langa og býsna merkilega sögu. Til dæmis eru skráðar heimildir um fluguveiðar löngu fyrir tíma Krists en þá áttu menn að hafa vafið beinkróka með litaðri ull og notað sem agn. Abbadís í skosku klaustri er talin hafa ritað fyrst um fluguveiðar, þar sem hún sýndi uppskriftir af þurrflugum sem hún og nunnur klaustursins notuðu við urriðaveiðar í nærliggjandi ám og fylgir því úr hlaði með heimspekilegum lýsingum á þeim kostum sem góður veiðimaður þyrfti...

Lesa meira →

Á valdi veiðiástríðunnar

Höfundur: Pálmi Gunnarsson Skráð

Þar sem áin fellur hæg að grasigrónum bakkanum svífur rjómagul vorfluga með vatnsfletinum, sest fimlega á lygnupoll, snyrtir vængi og dansar sinn síðasta dans. Svelgurinn sem sem brýtur spegilinn er voldugur og ég veit að mín bíða ævintýri. Þegar ég fékk fyrsta sjóbirtinginn öslandi í yfirborðinu á eftir rauðum spinner í Vesturdalslóni í Vopnafirði var ég á toppi heimsins, fullkomlega á valdi veiðiástríðunnar. Hálfri öld síðar er ég ennþá við sama heygarðshornið. Sama tilfinningin heldur mér á tánum og fær blóðið á hreyfingu. Ég hef samt á þessum áratugum sem liðnir eru frá björtum sumarnóttum við Vesturdalslón tekið hin ýmsu...

Lesa meira →

Einarsson Invictus hjólin

Höfundur: Magnus Havardarson Skráð

Invictus hjólin eru sterkbyggð með öfluga bremsu sem er mun mýkri en áður hefur þekkst í fluguhjólum. Bremsubúnaður Invictus hjólanna nefnist SAB sem stendur fyrir "Shock Absorbing Brake". Hugmyndin sem kviknaði fyrst 2008 og var þróuð í samstarfi við NMÍ vatt fljótt upp á sig. Útkoman er SAB bremsukerfið, mýksta bremsa í fluguveiðihjólum sem fyrirfinnst á markaðinum. Ef lýsa ætti virkni SAB bremsukerfisins þá má segja að hlutverk þess sé að mýkja og dempa snöggar hreyfingar fisksins þegar hann dregur út línu og stekkur og rykkir hraustlega í. Í fyrsta sinn í sögunni er komið kerfi sem vinnur saman á...

Lesa meira →

Einarsson Plus hjólin

Höfundur: Magnus Havardarson Skráð

Plúshjólin frá Einarsson eru, líkt og Invictus, hönnuð og smíðuð á Íslandi. Þau fást í mismunandi stærðum og henta því til veiða á allskyns fiskum, allt frá smásilungi til stórra og öflugara fersk- og saltvatnsfiska. Bremsukerfi Plúshjólanna er algjörlega lokað  og vatnshelt og allir ryðfríir stálpartar í öllum gerðum Plúshjóla eru gerðir til veiða í saltvatni. Þykkt rafhúðunar (anodizing) er u.þ.b. 20mµ sem þýðir að Plúshjólin henta mjög vel á allar gerðir flugustanga sem hannaðar eru hvort heldur sem er fyrir ferskt og salt vatn. Bremsukerfi Plúshjólanna samanstendur af gæðapörtum sem tryggja silkimjúka bremsu og viðhalda jöfnu viðnámi á öllum...

Lesa meira →